26.5.2006 | 15:55
djíses!
ég er svo löt að það er örugglega ólöglegt! byrja ekki að vinna fyrr en í næstu viku og mig langar að skjóta mig í þessu aðgerðarleysi!
Miss world datt, bónaði gólfið á broadway með bláa, fína kjólnum sínum og setti nýtt met í kórónukasti innanhúss. Hún meiddi sig víst aðeins í olnboganum.....hún hefði átt að vera bara á tánum eða jafnvel í kínaskóm! Þá hefði hún pottþétt ekki dottið! Og að sjálfsögðu er þetta komið á netið undir yfirskriftinni: "Miss World falls flat on her face". Og ekki nóg með að þetta sé komið á netið heldur er þetta í blaðinu í dag, þar er atvikið sýnt í tímaröð! Best af öllu er svo greinin sem fylgir og ummæli Elínar Gestsdóttur framkvæmdarstjóra: "Hún stóð sig eins og sannkölluð hetja. Unnur var með Ungfrú heimur-kórónuna á höfðinu sem er mjög verðmæt en sem betur fer kom ekkert fyrir hana." Semsé....fokk the beautiqueen the crown is ok! Það hefði jú verið hrikalegt hefði kórónan skemmst.....ef stúlkan hefði brotnað....ah, það grær áður en hún giftir sig!
Einu sinni datt ég inná sirkus (það er reyndar lygi, ég hef oft dottið inná sirkus) og það kom gat á buxurnar mínar. Í split second var ég niðrá hnjánum og vorkenndi mér alveg svakalega, þegar ég svo gerði mér grein fyrir að enginn annar vorkenndi mér stóð ég upp og hélt áfram að dansa. Munurinn á því atviki og unnar birni: Það kom ekki gat á kjólinn hennar, ég fékk enga grein í blaðið(þrátt fyrir gatið á buxunum) og það hjálpaði mér enginn! Hvers á ég að gjalda, bara því ég á ekki kórónu!
ég má alveg vera öfundsjúk útí hana....hún er ungfrú heimur og á pottþétt mikið að skóm!
Athugasemdir
Það lífgaði samt aðeins upp á keppnina þegar hún datt, verst að enginn man eftir hver vann því hún tekur alla athyglina frá henni. En ég vorkenni nú Unni soldið mikið.
Við vorum samt þokkalega flottar á sýningunni áðan, stóðum okkur eins og hetjur í dansinum ;) verðum að gera þetta oftar
En sjáumst í kvöld
Þórunn (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 17:48
pottthett...hun er orugglega med skostyrkinn sem vid attum ad fa!!
ragnhildur (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.