fóbíuInam

Það eru tónleikar fyrsta apríl. Tónleikar sem styrkja gott málefni; Forma sem er félag til hjálpar átröskunarsjúklingum. Núna eru þær blankar og ríkið er nískt og vill ekki styrkja þær sem gerir það að verkum að fleiri átröskunarsjúklingar fá ekki þá þjónustu sem þeim ber og sjúklingur sem ekki fær meðhöndlun og er langt leiddur, er á góðri leið að koma sjálfum sér undir græna torfu. 

Eins og mér finnst mikilvægt að þessu kippt í lag og átröskunarsjúklingar fái þá meðhöndlum sem þeir þurfa þá get ég ekki fengið mig til að kaupa miða og fara á þessa tónleika. Og þar kemur fyrirsögnin inní málið; ég er með algera fóbíu fyrir tónleikum sem eru ekki sitjandi. Ég fæ innilokunarkennd á: 

  • að vera innan um svo mikið af fólki að það er ekki hjá því komist að fá kinnasvitann af einhverjum á sig (oj)
  • að geta ekki labbað þangað sem ég þarf að fara (hvort sem það er til að væta kverkar eða klósett) án þess
  • að þurfa að olnboga mig áfram og passa mig að stíga ekki á tærnar á hinum tónleikagestunum
  • að vita að þó ég þurfi nauðsinlega að komast út þá tekur það mig að minnsta kosti 10  mínutur og líkurnar á að einhver setji sígó í andlitið á mér eru miklar!

Svo er ég líka óþolinmóð. Ég nýt kannski fyrstu 15 mínútnanna en svo er ég bara orðin óþolinmóð að komast út og gera eitthvað annað. Athyglisbrestur? kannski smá. Þannig finnst mér ólíklegt að ég fari á þessa tónleika því það eru grilljón hljómsveitir að spila og svo verður eitthvað rabb og í sannleika sagt þá er ég viss um að ég haldi það ekki út. Ég vona samt að það fari allir aðrir og styrki þennan málstað. Ég hef afsökun; fóbía og ég fæ illt í sálina að standa of lengi og illt í rassinn að sitja of lengi.

Góða skemmtun allir hinir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband