21.3.2007 | 20:33
MRI
Mér finnst mjög gaman að segja frá því að I had an MRI! Eins og er alltaf í House nema að mitt MRI var á ökkla en ekki höfði. Og þetta tekur ekki tvær mínútur eins og í House heldur klukkutíma....og það er ekkert skemmtilegt eða spennandi við þetta! Ég sat í klukkutíma með fótinn inní einhverju dóti sem gaf frá sér svakaleg hljóð og las Vikuna. Og svo þegar ég var búin og hélt að einhver myndi segja mér að liðböndin væru í hakki þá sagði einhver gráhærð kona mér með plastarmbönd í stíl við hárið, að heimilislæknirinn minn myndi hringja í mig...verst að ég á engan spes heimilislækni! Ég er dáldið lauslát þegar kemur að heimilislæknum, tek bara þann sem er laus á þeim tíma sem mér hentar!
Þannig nú bíð ég bara eftir að svari! Og ef svarið er gott og kemur eftir mánudaginn þá get ég brosað með nýja brosinu mínu!
Athugasemdir
voðalega ertu eitthvað alltaf að hakkast, þetta gengur ekki svona!
og sjitt...var virkilega ekkert skárra á boðstólnum en vikan? thats pretty bad
ragnhildur (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.