þarna þekki ég þig!

Blessaða sumar með sína rigningu og sitt rok! Súrrealísk byrjun á sumri og fyllti okkur öll von um spánarsumar, sló okkur svo í framan með blautri hálf myglaðri tusku. Einn afskaplega bjartsýnn drengur lét þau orð falla að þetta yrði hrikalegt sumar, veðurlega vegna þess hve vel það byrjaði.....dáldil svartsýni verð ég að segja. 

Var að byrja að vinna í dag og líst bara nokkuð vel á; vinna úti með krökkum á erfiðasti aldri ævinnar og reyna að fá botn í hugsanagang þeirra. Fékk ógó flottan neonappelsínugulan regngalla sem myndi sóma sér vel á rauða dreglinum í hollívúdd og er að hugsa um að kaupa mér neongrænt hárband í stíl. 

Allskonar lið á myspace.....dáldið eins og var á nýja Barnum um daginn! Fórum, ég, hans, Anna og Katrín á fyrsta degi opnunar. Mjög svo hipp og kúl staður....því verður ekki neitað en pakkið sem hafði villst þarna inn í von um nýjan stað sem hentaði þeim var okkur ekki bjóðandi og þar af leiðandi fórum við bara heim á sirkus þar sem við dönsuðum fram á rauðan morgunn! Hef nú lúmskan grun að umtalað fólk hafi fengið tilfinninguna og snúið aftur á staðina sína sem flest allir byrja á G og eru fyrir neðan Bankastrætið! Finnst ykkur ég fordómafull???? Aflitun og brjóst uppúr bolum virkar ekki alveg á mig.....ég fæ vélindabakflæði og það er voðalega óþægilegt að vera með vélindabakflæði þegar sopið er á!

Illa klæddar stúlkur hljóta alla mína vorkunn! Veikindadagarnir þeirra hljóta að skipta hundruðum yfir árið. 

Ég klingi út með: Stelpur, föðurlandið er kúl.....bláar með typpaopi! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

töffari

Ragnhildur (IP-tala skráð) 3.6.2006 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband