WC

Mér finnst dáldið fyndið að skammstöfunin af World Class sé WC: "Hey, ég ætla að skreppa í WC" og vera svo í tvo tíma, bwahahah! Það þarf ekki mikið til að gleðja mig. Og það var svo fínt þegar ég var að púla á einhverju stigabretti og svo hlupu alveg tveir megakroppar útí sundlaugina...brrr, ég sá að þeim var kalt!

Ég kemst samt ekki uppá lagið að vera svona megagella eins og 60% af dömunum sem eru þarna. Þær eru í svakalega fínum outfittum og virðast vera með óvirka svitakirtla eða eitthvað....og svo eru þær svakalega brúnar, ég vona að þær séu ekki að treina ljósabekkina!

Finnst samt alveg mjög fínt að vera þarna í WC, því maður þarf aldrei að bíða. Einu sinni var ég baðhúsinu og maður þurfti oft að bíða til að fá tæki og svo var tímatakmark! Ég var ekki að fíla það, en núna get ég verið eins lengi á tæki og ég vil og þarf ekki að fá samviskubit því einhver er að bíða!

Thumbs up for WC  (þetta er alveg smá fyndið)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta er mjög fyndið, klárlega!

ragnhildur (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband