......

ég er í svo makalaust skemmtilegri vinnu og ég er að vinna með svo makalaust skemmtilegu fólki! Dagurinn í gær var magnaður; ég var með að gelda tvo hesta og svo var aðgerð á hesti! Gaman þegar það koma svona öðruvísi dagar! En vinnan mín er samt snilld og ég get ekki beðið eftir að byrja að læra og geta svo eftir fimm ár gert eitthvað í líkingum við það sem dýralæknarnir gera dags daglega!

Og svo var ég svo þreytt í gær að ég sofnaði eftir matinn klukkan níu og svaf til klukkan hálf átta í morgunn! Býst fastlega við að dagurinn í dag verði líka mjög viðburðarríkur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Hæ Ína, vonandi verður dagurinn í dag líka viðburðaríkur hjá þér.  Þegar ég var að alast upp í sveitinni kom dýralæknirinn á vorin til að gelda folana. Það gekk alltaf mikið á þegar bundnar voru lykkjur um lappirnar á þeim og þeir síðan felldir með því að toga í bönd sem voru þrædd í gegn um lykkjurnar. Svo var sett klórform að vitunum á þeim og þeir svæfðir. Maður vorkenndi alltaf folunum.  Dýralæknarinn risti síða punginn og tók út eistun og skar af.  Svo reyndi hann alltaf að henda þeim í okkur krakkana. Er þetta gert ennþá svona í dag?

Þorsteinn Sverrisson, 24.3.2007 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband