25.3.2007 | 10:32
extreme makeover
ég er að spá í að fá mér steyptar neglur, fara í ljós, fá mér strípur, flegna skyrtu og push up bra. Drekka skyr.ispróteinsheik á morgnana og borða lax í hádeginu og setja á mig megamaska á kvöldin og gúrkur á augun. Svo seinna ætla ég í bótox þannig ég verði aldrei óhamingjusöm......og svo ætla ég að vera stelpan sem hætti við að verða dýralæknir og fór í lögfræði!
Nei, djók! Sjáiði mig í anda; ég hef ekki þolinmæði til að vera í ljósum, myndi aldrei getað setið meðan einhver væri að setja á mig neglur sem seinna yrðu svo fyrir mér, fer í klippingu á hálfsárs fresti og vil þá að það taki nó tæm. Finnst óþægilegt að hafa skoruna blasandi við jóni og gunnu útí bæ og finnst súkkulaði of gott til að geta nokkurn tímann sleppt því.
Var að skoða mæspeis og gat ekki annað en dáðst að stelpunum sem eru úbertanaðar (í mars), með óaðfinnanlegt hár, steyptar neglur og agalega fínar.....öfunda ég þær? Ætli ég öfundi þær ekki smá, og þá aðallega að þær nenni að nostra svona við sig, ég væri alveg til í að hafa vott af þeirri nennu.
En ég nenni allavega að fara til lýtalæknis en það er líka alveg smá spennó!
Athugasemdir
iss allir vita að sætar tanaðar gellur með langar neglur sem lifa á próteinhristingum eru hundleiðinlegar...all of them!!
ragnhildur (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.