new smile!

Ég skil ekki konur sem fara í:

  • Brjósastækkun
  • Varastækkun
  • Nefaðgerðir
  • Liposuction
  • Andlitswhatever

Í dag fór ég til að fá mér nýtt bros! Það vildi þannig til að það myndaðist örvefur fyrir neðan nebbaling sem ég fann til í og ég gat ekki brosað almennilega með hann. Og þar sem þessi örvefur var ekki að fara on his own þá þurfti að fjarlægja hann. 

Þannig að í hádeginu hélt ég af stað galvösk að fá mér nýtt bros. Ég er ekki hrædd við nálar og ég kippi mér lítið upp við stungur og blóð og ég er nokkuð góð í svæfingum og hef alltaf vaknað alveg megahress. Svo byrjaði prósessinn og ég steinrotaðist á sama augnabliki og læknirinn setti í mig svæfingarlyfið....mig dreymdi ekkert skemmtilegt eins og ég vonaði. Svo var ég bara ekkert svo hress þegar ég vaknaði, það lítur nefnilega útfyrir það að maður fær ekki verkjalyf áður en maður vaknar á einkastofum, þannig ég hélt fyrst að ég væri að vakna í aðgerðinni og hann væri að vesenast í vörinni á mér. En svo var nú ekki, þannig ég greip næstu hjúkku sem labbaði framhjá og bað um verkjalyf....og fékk þau en fékk samt bara eitthvað prump! Fékk mér svo megasterkar þegar ég kom heim og er bara miklu betri.

Þannig að ég skil ekki að ganga í gegnum einhvern óþarfa sársauka til að bæta í bobbinga eða hverskyns fegrunaraðgerðir. Reyndar get ég vel skilið að gera við hlutina eða ef sjálfsálitið er í hakki en svona bara til að líta betur út! Goddamn....þetta er vont, maður þarf frí úr vinnunni og þetta er dýrt! Ég skal samt alveg viðurkenna að ég myndi hugsanlega fara í nefaðgerð ef yrði boðið það! Ég var með arabalegt nef (stórt og áberandi) en eftir byltuna af hestinum þá er það mun verra og trónir eins og stóríbúðarhús í andlitinu á mér og það er með skíðapalli líka! Ef ég myndi dreifa snjó á nefið á mér gæti ég selt inná skíðastökk fyrir dverga! nó kidding

 

Arabanef kveður! 

 

ps. Fljótandi fæði í ca. fimm daga sem þýðir að ég á eftir að mjókka aftur (kannski sést þá sixpakkinn minn).....að detta af baki er makalaust góður megrunarkúr....sérstaklega ef þú lendir á andlitin(hefur reyndar ókosti í för mér sér líka).

Mæli með að allir strákar horfi frekar á rassinn á mér en andlitið...hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég sé þú hefur líka splæst í makeover fyrir síðuna, rosa flott!

Svo vil ég fara að sjá þig, kona, maður heyrir ekkert nema þínar eigin hryllingssögur um útlit þitt, en ég er sannfærð um að þú ert gorgeous að vanda ;)

ragnhildur (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband