28.3.2007 | 22:14
Bjartsýni?
Ég keypti mér tvær bækur á netinu ekki alls fyrir löngu; "Teach yourself Hungarian" og "Hungarian verbs....(sumthing)". Ég ætla svona að reyna að læra smá áður en ég fer út; svona beisic hluti eins og biðja um mjólk og hvar næsti banki sé og svona! Sumum finnst ég dáldið bjartsýn því ungverska er víst svakalega erfitt tungumál....en það má reyna! Ég veit allavega að utca þýðir gata!
Athugasemdir
Ungverska er nú ekkert svakalegra en eitthvað annað. Svo lengi sem hausinn á þér er í lagi geturðu lært hvaða tungumál sem er. Það er auðvitað mismunandi af hvaða málaætt þau eru og ungverska er skyld tungumálum eins og finnsku og eistnesku. Mig minnir að sú málaætt heiti finnsk-úgrísk (eitthvað svoleiðis) mál en íslenska er hins vegar af indó-evrópsku málaættinni. Erfiðleikar þínir við tungumálanámið eiga því líklega eftir að felast í því að skyldleiki íslensku og ungversku er lítill sem enginn. Hins vegar var ég með eistneskri konu í námskeiði í háskólanum einu sinni og hún var stundum að kenna okkur smá eistnesku. Það kom á daginn eistneska er alls ekki svo flókin, þannig séð. Kennarinn minn í námskeiðinu kunni líka smá finnsku og sagði að hún væri miklu rökréttara tungumál heldur en nokkurn tíma íslenska. Svo eftir að þú lest þennan fróðleiksmola minn: ekki örvænta. You can do this. Mundu svo bara að líta til hægri og vinstri áður en þú ferð yfif utcur í Ungverjalandi. DR
dr (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.