.....

ég hata óvænt! Ég fer alveg í kerfi ef það er eitthvað óvænt sem viðkemur mér. Ég þoli ekki þegar dyrabjöllunni er hringt og enginn á von á neinum, ég verð rosalega óróleg þegar mér er boðið út að borða með engum fyrirvara, ég vil alltaf vita hvert ferðinni er heitið þegar við förum á hestbak þannig ég geti fundið út hvað við verðum ca. lengi og ég get haldið áfram að telja. Ég vil vita hvað er í vændum í nánustu framtíð, ég vil að ég sé látin vita að einhver ætli að koma í heimsókn þó sá hinn sami viti að ég verði heima í allt kvöld og mér finnst ekkert gaman sé mér boðið útað borða "bara á eftir"! Mér fannst ég alveg megaspontanius þegar ég ákvað að fara til London um páskana.....ég held ég hafi ákveðið það í febrúar!

Annars er ég bara að fara á morgunn! Só sí jú after ðe íster!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá skulum við reyna að stefna á hitting eftir påske måske?

20, 21 eða 22 apríl eyy...  

Ella (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband