12.6.2006 | 00:42
internetið og annað sem fer fram í kassalaga hlutum
ég held ég eyði of miklum tíma á netinu, nánar tiltekið myspace, gofugyourself, katrínu, listinn er endalaus. Það sem veldur mér áhyggjum er að ég verð ekki vitrari fyrir vikið, ekki svo að segja að ég verði eitthvað vitlausari en tíminn sem ég eyði í að flakka um netið er ekkert til að státa sig af. Svo stóð ég sjálfa mig að því um daginn að fara á flass.is, og það er eins og alkólisti sem stendur sjálfan sig að því að drekka spritt í kók. Það er vond síða og ég mæli ekkert frekar með því að þið klikkið á linkinn!
Bróðir minn er líka alltaf netinu. Munurinn á okkur er sá að hann skoðar vitrænar síður og þar af leiðandi er hausinn á honum fullur af einhverjum fróðleik sem ég á oft erfitt með að skilja! Kemur á móti að hann veit pottþétt ekki að Jessica Simpsons er búin að fitna og fremur tískuglæp á hverjum degi, að Nicole Richie er ennþá sama mjónan og var bara að nota Steve O úr jackass, að Lindsay Lohan sé kókaínsmábarn sem fór of oft á klósettið í tískupartý og Voguedrottningin kvartaði við Karl Lagerfield! Þessi vitneskja kemur sér mjög vel, svona í ljósi þess að allt þetta fólk eru svo góðir vinir mínir.
Við deilum þó einu sameiginlegu áhugamáli, ég og bróðir minn. Við elskum mythbuster, brainiac(mér finnst kynnirinn líka svo sætur) og top gear.
Sjónvarpið er annar kassalaga veikleiki sem hrjáir mig. Ég get eytt endalausum tíma fyrir framan skjáinn, jafnvel þó það sé ekkert á honum (allavega mjög ómerkilegt). Þeir hefðu aldrei átt að afnema sjónvarpslausan fimmtudag, þá myndi maður hugsanlega gera eitthvað sniðugt, eins og taka til. Reyndar eru nokkrir þættir á fimmtudögum sem ég vildi ekki missa af og svo er líka ANTM endursýnt á fimmtudögum.
Með þessum orðum ætla ég að ljúka þessari færslu því mér ofbýður að ég sé eins háð rafmagnsháðum kössum og raun ber vitni. Eina huggunin er sú að ég veit að það eru fleiri og ég veit að það eru sumir dýpra sokknir en ég!
Athugasemdir
hæ inam!
malla (IP-tala skráð) 12.6.2006 kl. 12:32
Best að beila á sjónvarpinu. Ég held að sjónvarp sé slæmt á allan máta, ég horfi stundum á það þó ég vilji ekki gera það. Það er þarna, og það er svo miklu auðveldara að horfa það heldur en að lesa eða fara út að labba.
Ómar Kjartan Yasin, 13.6.2006 kl. 10:05
gott blogg, kv. bjork viðars/toll
bjork thorlacius vidarsdottir (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 17:14
iss...myspace er ekkert tímasóun!!
ragnhildur (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.