14.4.2007 | 08:01
"jiii
ætlar þetta mar aldrei að hverfa" fékk ég um daginn. Ég spurði komandi from da mountains, hvaða mar manneskjan væri að tala um. Jú, þá var hún að tala um marið milli augnanna á mér, ég horfði nú á hana heldur sposk á svip og var svona að spá í hvort manneskjan væri með svona óðgeðslega ömurlegan húmor og benti henni penlega á að þetta væri sko ekki mar heldur ör. Þá var þetta ekkert brandari, hún hélt hreinlega að þetta væri mar. Svo lenti í því sama þar sem örið var misskilið sem mar.
Og ef fólk heldur að þetta sé mar þá langar mig dáldið að vita hvernig fólk heldur að ég hafi fengið þetta mar; kýld, dottið af hjóli, labbað á. Ég veit ekki, ég veit heldur ekki hvort það sé betra að fólk haldi að þetta sé mar.....held samt ekki, því efþað svo hittir mig nokkru seinna þá fæ ég pottþétt spurningu hvort þetta sé "ðe never ending mar".
Allavega til að gera það sem flestum ljóst þá er þetta sumsé ör þar sem nefið á mér flettist opið eins og bók. Og þá kemur svona glæsilegt ör og hreinræktað arabanef. Eftirlíkingar ófáanlegar.
Ps. ég sá stelpu í gær í Laugum sem var að fara á hlaupabrettið og hún var með slegið hár og með meik og ilmvatn. Það fannst mér fyndið....hún hlýtur að þurfa að passa sig extra að svitna ekkert. Svo kom hún á stigavélina hliðina á mér og ég var í óða önn að ganga upp 200 tröppuna. Við vorum glæstar hlið við hlið, hún svona appelsínugul og ég svona rauð! við vorum svona eins og epli og appelsína!
Athugasemdir
eða eins og mastercard auglýsing
katrín atladóttir, 16.4.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.