21.4.2007 | 18:27
ætli ég.....
fái áhuga á börnum ef ég verð ólétt? Ég hef aldrei verð mikil barnakona; í gamla daga reyndi ég eins og allar mínar vinkonur að passa börn til að ná í aukapening en endaði eiginlega alltaf á því að vera rekin. Ég á rosalega erfitt með að hlusta á barnavæl eða krakka að leika sér, hvort sem það er úti á götu eða sundi, ég þoli engan veginn kaffihúsasetu þar sem krakkar eru, þrauka í mesta lagi korter! Það er auðséð að ég er ekki með þetta móðurgen í mér; ég fæ panikkattakk þegar mæður rétta mér börnin sín og vilja að ég haldi á því og ég skil ekki þessa áráttu að halda að allir vilja halda á barninu. Það er alveg sætt og allt það en mér finnst krakkar bara miklu sætari í fjarlægð...þegar ég þarf að fara að halda á því og gera eitthvað meira en að horfa á það í fjarlægð þá verð ég bara óörugg og reyni að koma króanum aftur í hendur foreldrana.
Nú vill svo skemmtilega til að besta vinkona mín á von á barni. Ég held nú reyndar að hún geri ekkert þær kröfur til mín að ég fái áhuga á börnum, geri mér samt fyllilega grein fyrir spenningnum og jafnvel smá spennt sjálf. Þó verð ég farin af landi brott þegar barnið kemur í bæinn og þá er alveg bókað mál að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af að missa barnið í gólfið....ég get dáðst af í fjarlægð.
Ástæðan með þessari færslu er sú að Fyrstu skrefin voru í sjónvarpinu. Sá þáttur getur vakið upp svakalegan viðbjóð í mér.....mér þykir lítið gaman að detta inní miðja fæðingu þar sem einhver kona útí bæ orðin fjólublá af rembing reynir að koma út krakka sem er í sama lit. Þetta er bara eitthvað sem pabbin getur tekið á vídeó....óþarfi að sýna allri þjóðina það!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.