nýtt hobbí

ég fékk mér nýtt hobbí í dag; etja kapp við skeiðklukkuna í kópavogslauginni! Nú get ég farið í kapp  hvenær sem ég vil og ráðið því hvort ég vinn eða ekki! Og ef ég vinn ekki þá held ég bara áfram þangað til mér finnst ég hafa unnið! Er að hugsa um hvort ég ætti ekki að fjárfesta í neongrænni sundhettu því hár eykur mótstöðu vatns....svo segja fróðir menn allavega. 

Er að upplifa flökurleika vegna þreytu akkúrat þessa stundina, þannig með réttu ætti ég að koma mér í háttinn. Af einhverjum ástæðum ákváðu allir túristar heimsins að koma og fá sér mat hjá mér og kaffi og kökur og te og bjór og léttvín og í hvert skipti tóku þeir smá orku frá mér og eru þar af leiðandi örugglega allir með hiksta núna. HANS KOM LÍKA OG GAF MÉR SMÁ ORKU!

Þyrfti að komast í nudd en á ekki pening til að leyfa mér þann lúxus! Ef einhver vill gera góðverk þá er ég alveg rétta manneskjan til að njóta þess.....

Farin í háttinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jájá komu bara túristar í heimsókntil þín í vinnuna??

hans (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband