hví að blekkja mig sjálfa!

Mér þykir ekki gamana ð stjórnmálum, það er sama hvað fólk segir að ég eigi að taka þátt í stjórnmálaumræðu. Þetta er algerlega ekki my cup of tea! Núna er fullt af einhverju fólki að ræða hin og þessi mál og það er alveg magnað að ekkert af þeim er sammála, þau tala bara öll rosalega hátt og reyna að grípa frammí hvort fyrir öðru. Ég reyndi að einbeita mér að umræðunni en greip mig alltaf við að flétta hárið á hundinum og bear i mind ég á loðna hunda. Ég bara get ekki, get ekki skilið hvernig fólk nennir að hækka róminn í gríð og erg og vera með skoðanir á ÖLLU og þá meinum við gjörsamlega öllu; allt frá skólagjöldum að klámráðstefnu. 

Og það að vera með svakalegan áhuga á stjórnmálum og geta ekkert gert annað en að æpa á imban því xB er með ömurlegar áherslur, það hlýtur að vera lýjandi. Ég get ekki einu sinni hlustað á stefnumál flokkana....ég dett bara út, allt í einu er ég farin að spá í hvort ég hafi sett gulu buxurnar með þeim rauðu. Þið veltið ykkur eflaust uppúr því hvernig ég viti þá hvern ég eigi að kjósa....ekki gera það, þ.e. velta ykkur uppúr því! 

Sjónvarpið heldur áfram að valda mér leiðindum frekar en afþreyingarefni meðan mamma og ómar velta því fyrir sér hvort þessi flokkur sé betri en hin...zzzzzzzzzzzzzzzz 

Updated: 21:35

Ég veit að ég á að láta þetta mig varða því þetta er fólkið sem tekur ákvarðanir sem hafa áhrif á landann! En truly, honestly.....ég get það ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála... þetta er mér hreinlega bara ekki í blóð borið!!

malla (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband