26.4.2007 | 14:03
de la rækt
Mér finnst ég fáránlega dugleg í ræktinni! Fer amk þrisvar í viku og ef ekki þá fæ ég svo mikið samviskubit að ég labba daglega göngutúrinn með hundana helmingi hraðar og sveifla höndunum með helmingi meira afli. Nema hvað í gær þá mætti ég líkamsrækt um kvöldið og þar var stelpan með dreddana (hún er mjög oft þarna), það er nú ekki frásögu færandi eeeen hún var þar líka í morgunn! Ég ÞURFTI að fara í morgunn því ég er svo bissí að fara á kaffihús, hestbak, æfa mig í ungversku og allskonar. Í kjölfarið fór ég að spá í hvort hún fari kannski tvisvar á dag....á morgnana og á kvöldin! Ég verð að komast að þessu og það er aðeins ein leið til þess að komast að því.....ég er nefnilega komin í keppni við hana núna (sem hún veit ekkert af). Og ef hún er að fara tvisvar á dag þá er ég algerlega búin að tapa. Ég veit samt ekki hvort ég hafi orku eða þrek í að fara tvisvar en ég hef ráð undir hverju rifi; ég verð þá bara aðeins lengur í einu og geri allt miklu hraðara!
Ég er alltaf of eða van....þið kannist nú eflaust við það!
Athugasemdir
oh glatað, ég sem er ekki búin að mæta í ræktina í ca mánuð! það er líka bannað með lögum að fara tvisvar á dag í ræktina!!
ragnhildur (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.