28.4.2007 | 11:38
Sundlaug að morgni
Í ljósi þess að ég var ekki að vinna í morgunn og sofnaði fyrir allar aldir í gær þá ákvað ég að skella mér í sund snemma morguns. Ég vissi svosem að það yrði fullt af eldriborgurum fljótandi um í lauginni en ég vildi ekki vera með fordóma og láta það stoppa mig. Að sjálfsögðu þurfti ég að skipta um braut svona tíu sinnum vegna floteiginlega þeirra eldri en náði að synda minn kílómeter án þess að verða sjálf að eldriborgari. Það sem vakti hjá mér pirru var það að gamla fólkið hafi flutt pottaumræðu sína úr pottinum yfir í laugina, þannig myndaðist svona grúppa af eldra fólki við bakkan og ég var alveg í stökustu vandræðum hvar ég átti að snúa. Mér yfirheyrðist hvað laugardagsmálefnið var: Kastljósið í gær! Ein kona sagði "Jónína Bjartmarz og hennar hyski eru ekkert nema svikarar" þá sagði önnur kona " Ja, það ætti bara að reka þennan dreng...hann er bölvaður dóni".
Léleg hugmynd að færa pottaumræðurnar í laugina, ef þau hefðu veri að synda og einhverjir krakkar væru að sullast þá hefðu þau látið í sér heyra. Ég ákvað samt ekkert að æsa mig, skáskaut mér bara á milli baujanna (ómar sagði að gamla fólkið væri eins og baujur sem maður gæti hvílt sig á).
Svo hljóp ég meðfram gluggunum á WC í bikiníu einu saman og fannst ég agalega berskjölduð. Weird að setja þetta þannig upp að maður þurfi að hlaupa svona langt!
Athugasemdir
haha,klassikk umræðuefni í sundlaugunum á morgnana, kastljósið, og allt að verða brjálað í "heimur versnandi fer" stemmingu
En by the way, hvað er málið með þetta nýja dæmi í komment kerfinu hérna, nú þarf maður allt í einu að svara einhverjum stærðfræðidæmum?! mér finnst þetta bara tú möts!
ragnhildur (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 09:59
mér finnst ógisslega fyndið að maður þurfi að reikna til að commenta! þetta er bara til að virkja hugann á lesendum!
inam (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.