3.5.2007 | 21:41
ástarmál
Það virðist vera að þegar ég á eitt þá vil ég annað, sérstaklega á þetta við í ástarmálum. Ég get nú ekki státað mig á löngum samböndum gegnum tíðina, þvert á móti hafa þau öll verið frekar stutt. Ástæðan held ég að liggi algerlega hjá mér....ég er óþolinmóð og á erfitt með að tileinka frítíma mínum einhverjum öðrum en mér. Í upphafi finnst mér það frábært en eftir nokkrar vikur fer mér að leiðast þófið... vil frekar eyða tímanum með vinkonum, uppí hesthúsi, ræktinni og áður en ég veit af er ég orðin svo upptekin að ég hef hreinlega ekki tíma í að vera í sambandi. Hvernig stendur á því að ég verð alltí einu svona upptekin? Hef grun um að það sé áhugaleysi, ef ég hefði áhuga myndi ég væntanlega finna mér tíma, ekki satt? Ég man eftir einu sambandi sem entist lengur (þá erum við að tala um 6+ mánuði). Ástæðan: Við rifumst eins og hundur og köttur og sættumst inná milli. Ég gat ekki annað en haft hugann við verkið og ég fann allan þann tíma sem ég gat fundið til að vera með manneskjunni, hugsanlega því ég var svo hrædd um að missa hann eftir ósætti.
Oftast tekur það mig dag til tvo að jafna mig eftir breik upp. Enda eru samböndin ekki það löng að ég þurfi að gráta þau alltof lengi. Ég var reyndar aðeins lengur að jafna mig eftir fyrrgreint samband en það var augljóst öllum (og þá sérstaklega mér) að það var best fyrir báða aðila og áður en ég vissi af var ég farin að gjóa augunum á aðra fiska.
Þegar ég er svo single þá langar mig agalega til að vera í sambandi. Þó verð ég að viðurkenna að singlelífið er alls ekki svo slæmt. Ég get gert hvað sem mig langar til, no strings attacked. Engin tilkynningaskilda, engin óvænt matarboð, engin leiðindafýla/rifrildi um gjörsamlega tilgangslausa hluti. Bara ég um mig frá mér til mín. Það er samt alltaf gaman að vita af einhverjum sem dáir mann frá toppi til táar....þessa stundina eru það hundarnir mínir. Ég þarf ekki annað en að gefa þeim að éta og fara út að labba með þær og voila; skilyrðislaus ást! Ég læt mér það nægja þar til hún birtist í mannsmynd!
Athugasemdir
heyr heyr! (stelst til að minnast á þetta á mínu bloggi líka ;) )
ragnhildur (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 10:46
demmit, missti af beverly hills áðan!! hverju ætli Gina hafi tekið uppá í dag? og hvernig endar þetta með david og gelluna??
ragnhildur (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.