6.5.2007 | 20:17
Egóbúst
Í gærkvöldi fékk ég eitt mesta egóbúst sem ég hef fengið lengi. Þannig var það að Anna bauð okkur vinkonunum í mat ásamt mönnunum þeirra. Hún kokkaði dýrindis máltíð handa okkur sem var skolað niður með dýrindis veigum.
Ferðinni var haldið á B5 sem er svona bar/bistro og virkilega smart staður. Við styrktum staðinn eins vant er og spjölluð eins og gert er. Í miðju samtali kemur bardaman að mér, réttir mér vínglas og segir: "Þetta er frá herramönnunum við barinn". Ég vissi ekki hvernig ég átti að vera, ég var svooo upp með mér og mér fannst þetta svo frábært. Skal alveg viðurkenna að ég var alveg búin að taka eftir þessum manni og búin að vera gjóta á hann augunum enda fáránlega myndarlegur maður þar á ferð. Eins og sannri dömu sæmir fór ég að sjálfsögðu að þakka fyrir mig....og eins og sönnum fávita sæmir þá tók ég ekki niður nafn og númer. Ég var svo hugfangin af þessum fullkomleika að ég gleymdi að nota þær fáu sellur sem ekki voru búnar að fá sér hvítvín og fá nánari upplýsingar um herramannin. Og trúið mér ég er búin að vera að berja hausnum við stein í allan dag, sillysillysilly girl!
Ég held samt í vonina að finna mr. Handsome! Ég kalla hann bara það þangað til ég finn hann aftur.
Athugasemdir
ó mæ god, hélt að þetta gerðist aldrei nema í bíómyndum!! og hann hefur verið svo heillaður af þér líka að hann hefur ekki haft sig í að taka niður þitt númer? sjitt, nú verðuru bara gjörsamlega að fara að stunda b5!
ragnhildur (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 13:42
já vá -gerist þetta í alvörunni? Ertu ekki bara að búa þetta til? Ætlarðu að fara að keppa við bloggið hennar Ellýar Ármanns? :)
Bylgja (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:12
ég myndi aldrei ræða kynlíf vinkvenna minna enda alltof krassandi til að segja frá!
inam (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.