What comes around goes around!

Það er víst þannig að allri geta lesið bloggið manns! Meira segja þeir sem maður skrifar um....undir rós. Eins gott að fara ekkert að skíta yfir einhvern nema einhverjar stórstjörnur í hinni mögnuðu Hollívúdd!

Alveg finnst mér frábært að það séu tveir júróvisjonþættir. Það er einn núna og þeir eru að segja okkur að Finnland sé land þungarokksins og svo sýna þeir myndir af einhverjum afar ómyndarlegum mönnum sem gætu allt eins verið skeggjaðar konur; með sítt hár greitt í píku! 

Brósi niðurhalaði Mika fyrir mig! Það argandi hressandi lollypopp rokk og ég get ek84_Mika_L310107ki annað en hrist axlirnar og sungið með þegar ég með það stillt í hæsta í World Class. Gott ef Arnar Grant hafi ekki tekið sporið þegar ég var að raula Grace Kelly! Svo er hann líka svo myndarlegur (þá er ég að tala um Mika...ekki svo að segja að Arnar Grant sé það ekki). Enda ekki við öðru að búast....hálfur Líbani eins og ég. Sú blanda klikkar ekki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örlygur Axelsson

Þetta er orðin ansi öflugur hópur hálflíbana; Þú, Ómar, Mika og Salma Hayek. Svo má Grantarinn alveg fljóta með. Hann er svo hress. Þið ættuð að koma hópnum saman og funda um rétt ykkar og stöðu.

Örlygur Axelsson, 9.5.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband