9.5.2007 | 22:04
hugarfóstur
rachel ray var í imbanum þegar ég var í WC áðan og þar sem þoli ekki þessa algerlega snælduóðu ofvirku konu þá horfði ég bara á sundlaugina og lét hugann reika. Þetta er eitt sem ég lenti á: Spáið í því hvað það væri óborganlegt ef maður væri að alveg að hjóla frá sér vitið og svo allt í einu væri pikkað í öxlina á manni og fyrir aftan stæði djúsdaman: "Þetta er gulrótarsafi frá herramanninum á hlaupabrettinu ská fyrir aftan þig". Vá hvað það væri fáránlega fyndið.....
Augljóslega er ég ennþá high frá því á laugardagskvöldið!
Annars fór ég á hestinn sem datt með mig og sjiiiii ég var svo stressuð! Ég hef sjaldan verið svona stíf á baki og skoppaði nærri því af. Ég datt þó allavega ekki á fésið en aftur á móti held ég að það sé ráð að setja hestinn í pásu! Hann hefur hlotið nafnið Hnjótarinn eða Dettarinn þar sem hann dregur fæturnar á eftir sér eins og krakki í of stórum stígvélum!
Ég var að lyfta í ræktinni í dag....ég fékk smjörþefinn af því hvernig er að líða eins og megamassa! Var alltaf að þyngja og varð fyrir vikið alltaf rauðari og rauðari í framan. Hef grun um að ég fái harðsperrur á morgunn.....kannski glittir meirað segja í six pack! Það væri þá saga til næsta bæjar!
Næsta blogg verður í anda Ellýar, svona fantasíblogg!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.