16.5.2007 | 22:59
Frí í miðri viku
Ég veit að flest ykkar elska þá....taka frí á föstudeginum og eigið langa helgi eða njóta þess að eiga einn aukadag í frí í vikunni. Persónulega þoli ég þá ekki, skemma algerlega rútínuna fyrir mér. Ef hann kæmi á föstudegi eða mánudegi væri það í lagi en í miðri viku...neineinei! Yfirleitt bíð ég bara eftir að þeir klárist, reyni að finna mér einhver verkefni yfir daginn tilþess að hann sé fljótari að líða. Sunnudagar eru til að hanga, ekki fimmtudagar, föstudagar og laugardagar eru tilvaldir til að fá sér guðaveigar með vinum, ekki miðvikudagskvöld.
Kannski er ég bara eins og lítill krakka sem þarf að hafa rútínu sem er helst eins alla daga. Helst allt að vera planað fyrirfram annars fer kerfið í rúst. Venjulega vinn ég níu tíma á fimmtudögum, svo alltí einu á ég bara ekki að mæta í vinnuna og hvað í ósköpunum á ég þá að eyða þessum níu tímum í?
Í ljósi þess að ég fer ekkert út í kvöld sökum bílleysis og almennrar þreytu þá þykir mér vænlegast að fara í ræktina á morgunn, sund ef það er opið og smá sólarglæta, útað labba með hundana og svo hestbak. Þá ætti að ég að ná að dekka daginn og gott það. Sofna svo þreytt og glöð til að takast á við rútínuna mína sem skerðist ekki næstu vikurnar.
Það er svo gott hafa rútínur og hlutina eins og maður vill hafa þá!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.