Nöturleg staðreynd

Ég kann ekki að elda, ég hef ekki áhuga á að læra það og þegar ég reyni það þá leiðist mér það. Hvað get ég gert í því....ég er að fara flytja til útlandsins og þar verður enginn sem nennir að elda fyrir mig. Eldamennska tekur allt of langan tíma og ég hef ekki þolinmæði í að bíða eftir að einhver laukur brúnist eða hrísgrjónin verði mjúk. Svo hef ég ekkert hugmyndaflug í matargerð. Ég er með mæliáráttu, þannig ég verð að hafa nákvæma uppskrift og öll tiltæk mælitæki. Ef það stendur dass af salti eða eitthvað þá fer ég alveg í kerfi og veit ekki hvernig ég á að snúa mér í málunum. Þá er auðveldara að baka, þar stendur nákvæmlega hvað sé mikið af hverju og nákvæm hráefniröð!

Bróður mínum finnst frábært að elda. Hann sullar einhverju saman í wokpönnu og úr verður dýrindismáltíð. Skil ekki hvernig það gengur fyrir sig....þannig ég er ekkert að velta mér uppúr því, fæ mér bara bita eftir bita og nýt bragðsins!

Ég er miklu betri í að njóta en að skapa, það er hin nöturlega staðreynd! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehe ég var að lesa núna pælinguna um að vera á hlaupabretti og maður á hlaupabrettinu fyrir aftan lætur barpíuna koma með gulrótarsafa handa manni

haha ógeðslega fyndið!! 

katrín (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband