26.5.2007 | 11:55
Ungfrú Ísland
Þetta er nú meiri keppni, svei mér þá! Þær voru allar furðulegar litinn og ég hef grun um að það hafi ekki verið lýsingunni að kenna, frekar spreytaninu sem þeir sofnuðu í! Bikiníatriðið var líka alger disaster, ég skil ekki að spígspora um á bikiní og labba á tánum....afhverju eru þær ekki bara frekar í háum hælum! Það er miklu eðlilegra en að labba á tánum og labba þar með eins og hæna. Svo endaði atriðið líka hrikalega; ein stór bikiníorgía á gólfinu...mjög furðulegt.
Mér finnst að það ætti að slá Herra Ísland og Ungfrú Ísland saman. Það væri hin mesta skemmtun og jafnvel væri hægt að selja það á DVD. Það virðist vera eins og skipuleggjendur keppninar leggja sig í lima við að gera keppendur eins kjánalega og hægt er. Og þar sem þær/þeir vilja helst af öllu fá fína kórónu og sprota þá taka þau þátt í sundatriði með sundhettur frá speedo, spranga um léttklætt á tánum og gera ýmislegt sem maður myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Verst að það vinnur bara einn og sá hinn sami fær verðlaun sem snúast öll um útlit. Eins gott að sigurvegarinn fái ekki skyndilega slæmt kast af ljótu! Hvað þá?
Athugasemdir
Hver tók ungfrú Oreblu? Það er oft hinn eiginlegi sigurvegari. Það er aftur móti oft mikil ólga í kringum kjörið á vinsælustu stúlkunni. Mér skilst að sumar reyni af miklum mætti að vera með leiðindi þar sem vinsælasta stúlkan er aldrei valin fegurðardrottning Íslands. Þetta hef ég úr innsta hring.
Örlygur Axelsson, 26.5.2007 kl. 12:43
haha já þetta er frábær keppni...einhvern tíman þurftu gaurarnir í herra ísland að koma fram í fyrsta atriðinu teymandi einhverjar rollur....þeir sem skipuleggja þetta er náttúrulega pjúra kvikindi!
Sjitt, þessi reikningsdæmi eru mér ofviða, hver er summan af níu og tólf? ég var nú bara á mörkunum að teygja mig í vasareikninn sko!
Ragnhildur (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 07:41
þetta að labba á tánum er það fyndnasta sem ég hef séð! Svo dúuðu þær svo að brjóstin hristust -svo voru þær margar sem hættu næstum því við að keppa þegar kom að tröppunum í síðkjólaatriðinu -þetta var bara of mikið! Fáar virtust hafa haft vit á því að venja sig við skóna fyrirfram... Við Hrefna skemmtum okkur konunglega :)
Strákurinn á svæðinu hélt því fram að þetta væri keppni í því hverri maður væri helst til í að sofa hjá -svona eins konar bjóraregla; hversu marga bjóra myndi þurfa til að þú svæfir hjá þessari -því færri því betra -og því fannst okkur skjóta skökku við að dómararnir voru allir kvenkyns eða hommar... Hvað er það?
Bylgja (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 16:58
æj þurftiru nú að fara að tala um þetta! aulahrollurinn var rétt að renna af mér! mér finnst samt að þær ættu að labba á tánum í bikiníatriðinu... hver er í bikiníi og háhæluðum skóm?? en þær mættu kannski bara labba á hælunum en ekki upp á táberginu eins og ég veit ekki hvað! og ég get bara ekki tjáð mig um þetta lokaatriði þarna í sundinu! það er satt þeir sem skipuleggja þetta eru hreint og beint vont fólk
malla (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.