Matarboð

Ég ætlaði að halda matarboð/grillveislu og nú er ég að renna á rassinn með það. Í fyrsta lagi þá er ég alls ekki góð í matargerð, í öðru lagi þá fæ ég svo mikinn valkvíða að fletta gegnum kokkabækur að þegar ég er komin á fimmtu blaðsíðu þá er ég alveg komin í klessu og í þriðja lagi þá er ég svo hrædd um að fólki finnist maturinn ekki góður og það myndi ég aldrei höndla án tára. Þar sem ég er ekki góð í matargerð þá vil ég sem minnst taka þátt í henni, ef fyrri tilraunir mínar til matargerðar hefðu heppnast og ég ekki verið í hálfgerðu tremma yfir útkomunni þá væri ég ekki svona stressuð yfir þessu. Og jafnvel þó ég fengi einhvern annan til elda meðan ég sötraði rauðvínið þá myndi ég samt lenda í vandræðum með að velja hvað ætti að vera á boðstólnum.

Ég veit ekki afhverju ég er með svona valkvíða. Ég er ár og öld að velja vídeospólu og enda oft á því að labba út með enga spólu því ég gat ekki með neinu móti valið hvað ég ætti að taka, ef ég fer svöng í búð þá enda ég á að kaupa banana og hnetur eða döðlur því það er svo fáránlega mikið úrval að ég fer alveg í kleinu (fyrir utan það hvað mér finnst hryllingsleiðinlegt í matvörubúðum) og oft get ég með engu móti valið hvort ég eigi að fara að synda eða hlaupa! Ótrúlegt en satt þá virðist þessi valkvíði samt ekki vera til staðar í skókaupum...ég held það sé vegna þess að skórnir tala oft til mín og þannig þarf ég ekki að velja. 

En það er alveg á hreinu að ef ég er búin að ákveða að mig langar í eitthvað þá á ég það til að beita öllum brögðum til að eignast/nálgast það.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vó.Voðalega þarf maður að fylla mikið út til að skrifa eina litla athugasemd. Allavega...vildi bara segja að ef þig vantar aðstoð við matseldina get ég hjálpað þér. Ég þjáist ekki af valkvíða þegar kemur að matseld eða hugmyndaskorti og þetta er eitt af því mjög svo fáa sem ég get gert án þess að fullkomnunaráráttan drepi mig. Sem betur fer tekst mér yfirleitt vel upp svo að ég þarf ekkert að vera að svekkja mig. Svo ef þig langar bara til að sötra rauðvín þá slærðu á þráðinn.

dr (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband