4.6.2007 | 18:05
Sumarið er komið
Maí er bara sjónhverfingar. Í júní birtist sumarið í þeirri mynd sem það er; rigning og rok. Ég er mjög ánægð með að vera ekki unglingur í unglingavinnunni og þurfa að klæða mig, fúl og þreytt á morgnana í pollagalla sem vekur engan áhuga hjá hinu kyninu. Ég gleymi því ekki hvað þetta var frústrerandi; maskarinn lak niður á kinnar, hárið klesstist við ennið og svo skalf maður eins og hrísla þar sem það var fáránlega púkó að vera í pollajakka; peysa og trefill með víðum pollabuxum...það var það næsta við að vera kúl.
Ég var að vinna í unglingavinnunni síðasta sumar sem var sérstaklega vætusamt og tímarnir hafa lítið breyst. Þarna sátu þau skjálfandi af kulda með enga hanska og í peysu með trefil. Stelpurnar kvörtuðu eins og þær ættu lífið að leysa og strákarnir voru að skylmast með hrífunum (þess vegna skulfu þeir ekki eins mikið). Ég aftur á móti, töluvert eldri og miklu vitrari, stóð með hendur á mjöðmum í vatnsheldum lúffum, neonappelsínugulum regngalla, ullarpeysu innanundir með forláta húfu og skipaði (röflaði) þeim fyrir. En ó hvað ég er fegin að geta labbað um dýraspítalan í crocksinniskóm og bol meðan það er slagveður úti. Eina sem hrjáir mig er samviskubitið að nenna ekki að hundskast með hundana í göngutúr.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.