5.6.2007 | 13:40
Djös bull
Ég hata af einskærri ástríðu fjöldapóst sem ber heitið: "Þetta virkar, mjög creepy". Og svo þegar maður er búin að asnast til að svara öllu fjandans draslinu þá endar það á: "Ef þú sendir þetta ekki á 150 manns þá a) Verðuru óheppin næstu 9 vikurnar
b) Rætist ekki óskin sem þú óskaðir þér í upphafi
c) Þú verður einhleyp og óhamingjusöm næstu 7 árin.
Hver sendir svona? Mér finnst það bara kvikindisháttur að senda mér svona, þar sem ég á það til að vera dáldið hjátrúarfull. Og þar sem ég sendi ekki svona þá er ég alltaf með hjartað í buxunum um að ég eigi eftir að verða óheppin næstu 9 vikurnar! Gleymi því reyndar alltaf tveimur mínútum seinna en þessar þrjár mínútur sem það endist eru afar óþægilegar!
Ég mæli því eindregið með því að senda mér ekki svona fjöldapóst með vúdúpælingum. Þetta skemmtir mér ekki hið minnsta!
Athugasemdir
Comon það er 2007 og þú átt ekki að trúa svona rugli, það versta sem gæti gerst er að netfangið þitt færi á alla helstu spamara
DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 13:46
Vá hvað ég er samt sammála þessu... þoli ekki svona helvítis rusl!
Ella (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.