Útálandi

Á föstudaginn flyt ég út á land, nánar tiltekið Mosfellsbæ. Þar mun ég dveljast næstu tvær vikurnar að passa hús, tvo hunda og tvo ketti meðan eigendurnir sóla sig á Sikiley. Eins og margir vita get ég verið dáldið myrkfælin en ég er svo heppin að þetta eru tveir stórir hundar sem munu passa bæði mig og húsið.

Ekki hika við að hringja ef ykkur langar að kíkja út fyrir bæjarsteinana og fá gæða kaffi og góða sögu eða vantar félagsskap yfir einhverri spólu. Ég ábyrgist að bíltúrinn er þess verður og fallegur ef litið er á hann réttum augum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband