Strákur eða stelpa

Í gær, þegar ég hafði ekkert að gera, ákvað ég að þykjast vera minn eigin stalker og reyna að finna myspeisprófílinn minn. Í fimmtu tilraun tókst mér að finna prófílinn sem er fáránlegt því ég heiti einfaldlega inam á honum. Það sem ég aftur á móti fann voru tíu prófílar með nafninu inam og 90% af því voru strákar. Ég fékk flashback frá því ég er var yngri og það var verið að lesa upp í einhverri skólarútu: "Inam, er hann mættur".

Eftir að hafa prófað fjórar tilraunir og ekkert nema strákar birtust á skjánum hjá mér gat ég ekki annað en spurt hana móður mína sem átti jú þátt í þessari nafnagjöf. Og mikið rétt, þar sem annar helmingurinn af mér á uppruna sinn þar er Inam bæði stelpu og strákanafn...Þannig ef ég færi í kynskiptiaðgerð þá þyrfti ég ekki einu sinni að skipta um nafn, heppilegt ef ég væri þá að spá í að fara í þesskonar aðgerð.  Pabbi var meirað segja á því að hvort sem ég yrði stelpa eða strákur þá skildi nafnið verða Inam...í höfuðið á ömmu minni (og ég veit ekki betur en hún sé af kvenkyni).

Ég fann mig að lokum og ó hvað ég var glöð þegar ég sá myndina mína en ekki af einhverjum gaur. Leyndarmálið var að leita í display name!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband