8.6.2007 | 23:32
Ástæða til að keyra varlega
Ég varð vitni af því þar sem sat inná vinnustaðnum mínum og talaði í símann þar sem hundur varð fyrir bíl á Breiðholtsbrautinni. Það er með því óhugnanlegasta sem ég hef séð, hvernig hún kastaðist nokkra metra og lenti svo á hörðu malbikinu þar sem hún rúllaði. Hún dó samt ekki, heldur stóð upp og hljóp í áttina að dýraspítalanum. Að ég best veit slapp hún með skrekkin og óbrotin og engar líffæraskemmdir.
Ég fékk nett sjokk og ég held að konan sem ég talaði við hafi í kjölfarið hætt við að koma með kisuna sína í aðgerð....og þó.
Ég er ekki að segja að stúlkan sem keyrði á hundinn hafi verið að keyra eitthvað óvarlega. Hundurinn slapp frá eiganda sínum og ákvað að hlaupa uppá veg í staðinn fyrir að hlaupa útá tún. Ég veit ekki hvort ég myndi höndla aðra hvora aðstæður; að keyra á hund eða vera eigandi hunds sem keyrt er á. Ég get ekki einu sinni hugsað til þess ef annar hvor hundanna minna myndi lenda undir bíl....
Annars er ég komin uppí Mosó og það er fínt! Margar stöðvar, margar bækur, fín tölva, fínir hundar og kettir, fínt baðkar og fínar rauðvín! Ég get ekki beðið um meira og svo eru hesthúsin í göngufjarlægð sem er afar hentugt!
Oh....einhver ástarmynd í sjónvarpinu. Gaurinn úr scrubs með greitt í píku. Auðvitað endaði hún þannig að allir eru glaðir og hryllilega ástfangnir! Nú segi ég stopp, tek rafmagnið af og les bók við kertaljós!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.