25.6.2007 | 21:45
Afsökun
Ég ert búin að skrifa tvær færslur sem fengu að vera birtar í minna en sólarhring. Þegar ég las þær aftur sá ég að þær voru alveg kandítat að móðga fólk og fannst það óþarfi.
Ég er komin frá Mosfellsbæ og ég sakna þess agalega að vera ekki á fína jeppanum. Komst að því eftir þessa dvöl að ég eiginlega þarf að vera á svona fínum jeppa...það er planið eftir námið.
Annars finnst mér þessa dagana einsog ég sé við það springa...hef grun um að sú tilfinning hverfi þegar ég kem rassgatinu á mér aftur í ræktina. Á morgunn ætla ég að skella mér og synda í staðinn fyrir að liggja í pottinum og svo á Írisin afmæli. Ég kannski nota tækifærið núna og óska henni innilega til hamingju með afmælið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.