26.6.2007 | 18:05
Auðkenni
Um daginn hringdi kona uppá dýraspítala (það er reyndar ekki markvert þar sem það gerist á hverjum degi). Eftir að við höfðum talað saman í smá stund og ég var að reyna að glöggva mig á hver hún væri sagði hún alltí einu uppúr þurru: "Heyrðu...ert þú ekki stelpan með nefið?" Það fyrsta sem ég gat gert var að skella uppúr....gott að ég þekkist frá öllum hinum, stend uppúr fjöldanum...með nefinu! Jú, víst er ég með nef og glæsilegt nef þar!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.