Samviskan

Þegar ég vaknaði í morgunn klukkan sex sannfærði ég sjálfa mig um að ég væri með svo svaðalega hálsríg að ég gæti með engu móti farið í ræktina. Þegar ég vaknaði svo aftur klukkan 8 þá var hálsrígurinn búinn að breytast í stærðarinnar samviskubit. Maður fær ekki sixpack á að bera fyrir sig hálsríg....það er alveg á tæru.

Um daginn sagði vinkona mín að hún ætti það til að gleyma sér yfir tölvunni, sjónvarpinu eða annarri afþreyingu og enda svo á að fara alltof seint að sofa. Þegar ég kom heim var ég búin að velta þessu mikið fyrir mér. Sjaldnast get ég borið þá afsökun fyrir mig að ég hafi gleymt mér....ég er alltaf með augun á klukkunni. Ef ég er að horfa á sjónvarpið á kvöldin þá er ég alltaf að gjóa augunum á klukkuna, það sama þegar ég er í tölvunni, ræktinni, labba með hundan, jafnvel á hestbaki er ég með hugann við klukkuna. Þetta er eitthvað stress sem ég hef tileinkað mér því yfirleitt er ég ekki að verða sein í skapaðan hlut. Þarf helst að búa mér til tímaplan þar sem ég áætla hvað hver hlutur tekur langan tíma. Helst á ég til að gleyma mér ef það er einhver strákur (myndarlegur, skemmtilegur....the whole package) inní myndinni. Kemur á móti að þegar ég uppgötva að klukkan er orðin þetta margt eða hvað þá fæ ég panikkattack og verð hálf úrill útí viðkomandi fyrir að hafa rænt mig tímanum. 

Og við þessi skrif geri ég mér fullkomlega grein fyrir hversu sorglegt það er að vera svona háð klukkutímanum.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband