18.7.2007 | 19:01
Poweryoga
Vóó, það er svo erfitt. Ég hristist og skalf eins og sófadýr meðan ég reyndi að halda hinni og þessari stöðunni. Ofaná allt saman var kennarinn algert augnayndi og hver kona í salnum reyndi að teygja rassinn hærra en hin: "Fyrirgefðu gætiru sýnt okkur þessa stöðu aftur" og þegar kennarinn fetti sig til suðurs fengum við allar hland fyrir hjartað.
Ég ætla að finna mér poweryogatíma í ungverjalandi, ég held nefnilega að maður fái alveg hörkukropp á svona yoga...þetta reynir á alla vöðva líkamans. Og miðað við vaxtarlag þjálfarans þá skjátlast mér ekki. Og það er ekki eins og ég þurfi að kunna ungversku til að gera yoga, ég hermi bara eftir vonandi eins myndarlegum kennara og var í dag!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.