Einhleyp...

Sú var tíðin að ég gat ekki tekið hrósi; hvort sem það kom frá vinnuveitanda, vinkonum eða strákum. Alltaf hélt ég að fólk væri að gera lítið úr mér og átti til að bregðast hin versta við. 

Í dag veit ég ekkert skemmtilegra en að fá innilegt hrós og sérstaklega er gaman að fá hrós frá hinu kyninu, þó "Rosalega ertu sæt" eða "Flottur rass" risti frekar grunnt þá eru það hin sem eru einlæg og falleg sem fær mann til að brosa allan hringinn og hjartað að slá örlítið hraðar.  Ætl ég verði ekki að viðurkenna að ég sakna þess dáldið að fá ekki koss og fallega athugasemd hvíslaða í eyrað þegar ég á síst von, að liggja upp í rúmi og sofa og kúra í hálsakot þess á milli, að kikna í hnjánum undan einhverjum. Þegar ég fæ svo tækifærið til að njóta þessara augnablika þá nýt ég þeirra...það er ekki það, ég bara kann ekki á framhaldið eða er hrædd um að hlutirnir fari að verða hversdagslegir og þar með leiðigjarnir. Það hlýtur að vera hægt að viðhalda sambandi án þess að það verði hversdagslegt og leiðinlegt með nöldri um þvott eða matseld.....ég verð allavega að halda í þá trú, annars er mikil hætta á að ég fái ekki að njóta þess að taka einlægu og fallegu hrósi.

Ég skil ekki afhverju þessi hræðsla um ófullkomnun í sambandi á sér stað. Ég var ekki í hjónabandi sem fór illa, ég hef aldrei enst nein ósköp í samböndum (alltaf hætt áður en sambandið varð hversdagslegt?) og ég hef átt sömu vinkonurnar í mörg ár (hvað með hversdagsleikann þar?). Ég var í sambandi sem var kannski ekki það besta fyrir sálartetrið og ég óskaði þess svo oft að það væri fallegra, en það er svo löngu liðin tíð og ég búin að pakka því niður og grafa í garðinum.  Kannski er ég bara algerlega eftirá í ástarmálum...ætli það þroskist ekki bara með tímanum. Það er ekki eins og ég standi á grafarbakkanum ein og krumpuð, þangað til held ég að ég haldi áfram að skemmta mér og þegar ég tilbúin að fá mér kall þá fæ ég mér eitt stykki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband