19.8.2006 | 09:29
logið upp í opið geðið á landanum
Það fylgdi eitthvað nýtt, lélegt blað með fréttablaðinu í dag frá hinu eiturtönuðu, úlfmössuðu og öfgasvölu fólki flass.net! Eins og gefur að skilja er blaðið illa sett upp og pistlarnir álíka góðir og hjá Gunnari í Krossinum. Í blaðinu var stutt viðtal við Dr. Mister og Mr. Handsome þar sem þeir eru agitera fyrir að kaupa diskinn sem heitir svo ósmekklegu nafni að mér liggur við uppköstum þegar ég heyri það. En það sem olli mér hvað mestu hugarangri var staðhæfing þeirra að hvorugur notaði kókaín og þessi klausa "Nota ekki kók" var höfð á forsíðu blaðsins. Hvaða maður sem stundar skemmtanalífið í Reykjavík 101 veit vel að þetta er helber lygi og sögur að Englandsdrottning væri á leið í kynskiptiaðgerð væru trúverðugri.
Geta þeir ekki sleppt því að tala um kókaín í viðtölum, við heyrum jú nóg um að í lögunum þeirra.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.