1.8.2007 | 22:12
Þrjóska
Ég stóð sjálfa mig að því að skoða smáauglýsingarnar um dýrahald í fréttablaðinu í gær. Það fylgdi því ákveðin nostalgía; þegar ég var yngri þá skoðaði hverja einustu smáauglýsingu í leit að rétta hundinum sem þó var ekki velkominn inn á heimilið. Ég linnti ekki látum fyrr en ég eignaðist hund, jafnvel þó amma ætti besta hund í heimi. Sá hundur missti fljótt áhugann á fjölskyldunni og flutti sjálfviljugur niður til ömmu. Þá tók við næsta verkefni; fyrr en varði var komin nýr hundur á heimilið sem hefur verið trúr fjölskyldunni í sjö ár ásamt afkvæminu sem kom í heiminn fyrir fimm árum.
Ég ætlaði líka alltaf að verða dýralæknir. Það breyttist í ca. tvö ár þegar mér fannst það að vera rithöfundur eða fatahönnuður svalast. Ég sem betur fer braust ég útúr þeirri ranghugsun því eftir að hafa unnið undanfarið eitt og hálft ár á dýraspítalanum þá hef ég komist að því að ég hafði rétt fyrir mér þegar ég var smákrakki. Og eftir tæpan mánuð fer ég að leggja grunninn af því sem ég hef ætlað mér að gera frá því ég var smákrakki og linni ekki látum fyrr en ég verð komin á fullt blúss!
Athugasemdir
en gaman....mig langaði líka að vera hjúkka þegar ég var lítil...sannar bara að first instinct er yfirleitt rétt ;)
Ragnhildur (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.