bumbubúi

Íris og Trausti komu í heimsókn og stelpuskjátan státaði líka af þessari myndarlegu bumbu/kúlu. Ég sé það núna að ég ef hitti hana ekki í dálítinn tíma í senn þá sér maður betur stækkun kúlunnar; annars virðist hún svosem alltaf eins. Þið megið samt ekki misskilja mig, Íris er afskaplega nett miðað við að vera með heilt barn inní sér og ég hef séð menn skarta stærri bumbu. 

Í gær ákvað ég svo að sjá hvort barnið myndi nú ekki taka smá spark....svona fyrir Inam frænku. Ekkert....ég held að það hafi dregið sig saman og ákvað að hafa eins hljótt og mögulegt var. Ég reyndi að hækka í músíkinni (ellý vilhjálms var á), syngja fyrir það, potaði í bumbuna til að sjá hvort ég fengi pot til baka (þetta var reyndar ekki vinsælt hjá Írisi)....en nei, ekki múkk. Að sjálfsögðu varð ég móðguð og sagði við Írisi að þetta barn yrði augljóslega ekki fótboltihetja ef það kynni ekki einu sinni að sparka. Hún reyndi að sannfæra mig um að þegar svo langt væri komið þá færu spörkin minnkandi....ég veit ekki hvort ég geti tekið mark á því!

Það fær víst líka að sprikla nóg þegar það kemur í heiminn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Strákurinn verður kominn á mála hjá Tottenham áður en þú klára dýralækninn... Bara svona til að hafa það á hreinu!

Trausti (IP-tala skráð) 5.8.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband