Saknaðarljóð

Það virðist vera sem fallegustu kynblendingssystkinin séu að hverfa af landi brott. Tár blikar á hvörmum karla og kvenna þegar ég ber þeim þessi tíðindi. Þó hef ég í flestum tilvikum náð að stöðva táraflóðið þegar ég segi fólki að von sé á okkur í heimsókn endrum og eins. Eins og flestir vita er ég á leiðinni til Búdapest að læra til dýralæknis. Mér skilst að þar sé eitthvað af vasaþjófum...þeir mega vara sig á mér, ég get hlaupið ansi hratt þegar sá er gállinn á mér. Ég er ennþá að æfa mig í ungversku, við sjáum til hversu vel það á eftir að reynast mér. Bróðir minn er svo á leiðinni til Hasslands....nei ég meina Hollands og segist vera að fara leggja stund á hagfræði (sel það ekki dýrara en ég keypti það af honum).  

Annars kenndi Lygi mér að næra nikótínfíknina á annan hátt en með tyggjóinu: neftóbak með mentolbragði.  Það gefur ekki bara nikótínrush heldur er það svo asskoti svalt. En þið megið ekki misskilja mig; ég er alls ekki með svarta tóbakstauma niðrúr nefinu heilu og hálfu dagana þvert á móti anga ég oftast af fruitnicotinell. Tóbakið er brúkað þá helst um helgar eftir háttatíma barna.

Hressir, bætir, kætir eins og spirulinan hans Hans Orra!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu, hvenær ferðu?!?!

ragnhildur (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 00:19

2 identicon

Hæhæ Inam mín!

Gaman að rekast á síðuna þína þú ert alltaf jafn fyndin  langt síðan ég hef hitt þig en skrifin þín eru alveg EKTA þú!

Gangi þér rosalega vel í Ungverjalandi og að læra ungversku hmm vona allaveg að námið sé á ensku þín vegna!

Kveðja þín fyrrum rosarosa góða vinkona !!!!
Unnur

Unnur B. Johnsen (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 09:12

3 Smámynd: Örlygur Axelsson

Það er nokkuð ljóst að þú rúllar þessu öllu upp, ekki síst ef þú ef þú finnur nikótínið góða í betri tóbaksverslunum Búdapestborgar.

Meiri áhyggjur hef ég af Ómari. Hann er svo ungur, óreyndur og harðneitar öllu níkótíni með mentólbragði. 

Örlygur Axelsson, 9.8.2007 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband