8.8.2007 | 22:51
Saknaðarljóð
Það virðist vera sem fallegustu kynblendingssystkinin séu að hverfa af landi brott. Tár blikar á hvörmum karla og kvenna þegar ég ber þeim þessi tíðindi. Þó hef ég í flestum tilvikum náð að stöðva táraflóðið þegar ég segi fólki að von sé á okkur í heimsókn endrum og eins. Eins og flestir vita er ég á leiðinni til Búdapest að læra til dýralæknis. Mér skilst að þar sé eitthvað af vasaþjófum...þeir mega vara sig á mér, ég get hlaupið ansi hratt þegar sá er gállinn á mér. Ég er ennþá að æfa mig í ungversku, við sjáum til hversu vel það á eftir að reynast mér. Bróðir minn er svo á leiðinni til Hasslands....nei ég meina Hollands og segist vera að fara leggja stund á hagfræði (sel það ekki dýrara en ég keypti það af honum).
Annars kenndi Lygi mér að næra nikótínfíknina á annan hátt en með tyggjóinu: neftóbak með mentolbragði. Það gefur ekki bara nikótínrush heldur er það svo asskoti svalt. En þið megið ekki misskilja mig; ég er alls ekki með svarta tóbakstauma niðrúr nefinu heilu og hálfu dagana þvert á móti anga ég oftast af fruitnicotinell. Tóbakið er brúkað þá helst um helgar eftir háttatíma barna.
Hressir, bætir, kætir eins og spirulinan hans Hans Orra!
Athugasemdir
heyrðu, hvenær ferðu?!?!
ragnhildur (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 00:19
Hæhæ Inam mín!
Gaman að rekast á síðuna þína þú ert alltaf jafn fyndin langt síðan ég hef hitt þig en skrifin þín eru alveg EKTA þú!
Gangi þér rosalega vel í Ungverjalandi og að læra ungversku hmm vona allaveg að námið sé á ensku þín vegna!
Kveðja þín fyrrum rosarosa góða vinkona !!!!
Unnur
Unnur B. Johnsen (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 09:12
Það er nokkuð ljóst að þú rúllar þessu öllu upp, ekki síst ef þú ef þú finnur nikótínið góða í betri tóbaksverslunum Búdapestborgar.
Meiri áhyggjur hef ég af Ómari. Hann er svo ungur, óreyndur og harðneitar öllu níkótíni með mentólbragði.
Örlygur Axelsson, 9.8.2007 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.