Haust

Það er byrjað, hægt og rólega síast það inní merg og bein. Treflar, húfur, flíspeysur og dúnúlpur verða fyrr en varir orðinn dagleg sýn á götum borgarinnar. Haustið gerði svo innilega vart við sig í morgunn og fólk hafði orð á því að það hefði ekki verið nema sex gráður á hitamælinum. Og rokið, blessaða rokið sem fær nefið til að leka og hleypir roða í kinnarnar. 

Mér skilst að í Búdapest sé ekki svona hvasst eins og þessari Djöflaeyju en aftur á móti verði svo hryllilega kalt að ég má búast við að horið í ennisholunum frjósi. Kannski ég pakki eins og einum til tvennum síðum nærbuxum og taki með mér thermóbolinn og kaupi mér svo bara jafnvel hjól úti, þá eiginlega getur mér ekki orðið kalt...hjóla bara rosalega hratt.  En ég þarf eflaust ekki að hjóla hratt nema í ca. þrjá mánuði og þá get ég farið að krúsa á stuttbuxum í skólann og tanað leggina á meðan. 

Þetta verður fínt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband