16.8.2007 | 21:11
16.ágúst
Ég hefði gefið mikið fyrir að sjá Lísu Maríu Presley taka dúett með föður sínum. Ekki held ég að hann hafi litið vel út karlinn, búinn að liggja í gröfinni í 30 ár. Áreiðanlega hálf grænn og eflaust ekki sá allra best lyktandi.
Friðrik Ómar söng svo 30 gömul Elvislög í dag. Ég heyrði viðtal við hann á Bylgjunni og lærði þar með að í gamla daga voru lögin ekki lengri en ein og hálf mínúta; þannig réttlætti hann fyrir sjálfum sér og spyrlinum að tónleikarnir myndu ekki taka eina einustu stund. Ég lét það eiga sig að fara....ætla heldur að blasta Elvis ballöðum í allt kvöld og dansa skrikkdans í takt!
Brósi er að fara á morgunn, taskan er ca. 28 kíló!
Athugasemdir
Ómar á derhúfu hjá mér sem mig grunar að hann vilji pakka niður. Hún fer einkar vel með gæsavestum. Ef ekki næst í hann fyrir brottför bið ég heilsa honum með von um að allt fari á besta veg.
Örlygur Axelsson, 16.8.2007 kl. 21:55
Eitthvað segir mér að þín taska verði HUGSANLEGA aðeins þyngri en það :)
Íris (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.