Ferðalag

Ég hata að pakka. Fyrir manneskju sem þjáist af eins svaðalegum valkvíða og ég þá er þetta ekkert grín. Það tók mig ca. 3 klst að ákveða hvaða skó ég ætti að taka og þegar ég var búin að setja eitthvað niður þá fékk ég bakþanka, tók það uppúr og setti ofaní aftur.  Svo finn ég líka að ég er að byrja aðeins að stressast, þá get ég orðið ansi nastí við fólk og hreytt í það óyrðum sem það á alls ekki skilið og ég hef líka aldrei tuggið nikótíntyggjóið af annari eins áfergju og undanfarna tvo daga (sem minnir mig á það...ég þarf að bæta á byrgðirnar).

 Annars hef ég fulla trú á að þetta verði glæsó. Þarf bara að koma leiðinlegum og nauðsynlegum hlutum frá áður en ég get farið og notið mín almennilega. 

Verð í skrifum um hvernig skólinn gengur og hvernig lífið gengur. Örvæntið ekki ef þunglyndistextar birtist öðru hvoru; þá vantar mig eflaust tyggjó eða er bara í sjálfsvorkunn. Það gengur nú yfirleitt fljótt yfir! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ já, þetta verður örugglega rosa spennó hjá þér!

En þín verður sárt saknað! 

ragnhildur (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband