1.9.2007 | 16:41
Búdapest
Ég er sko ennþá lifandi ef þið voruð farin að hafa áhyggjur. Er að lesa bók um álfa áður en nefið á mér klessist við námsbækur sem mér skilst að sé málið í skólanum. Annars er afar fínt að frétta, mér er reyndar búið að vera illt í maganum sem er eflaust ógeðinu að kenna sem ég skóflaði í mig fyrr í dag. Og ég fattaði það ekki fyrr en ég var hálfnuð og tók mér pásu til að fá mér sopa af sprite hvað þetta var mikill viðbjóður.
Skólinn minn byrjar á mánudaginn og megnið af samnemendum mínum eru norskar aríastelpur.....only for you Hans. Ég hlakka dáldið til að sjá þær með hárið oní augunum og hendinni upp að öxl í beljurassi. Ég er búin að kynnast best og mest einni og einu frönsku stelpunni í skólanum. Við erum sko eins.....ein frönsk og ein íslensk. Hún kanna ð drekka sem er alltaf plús og við fengum okkur meirað segja irish coffee í gær en ég verð að viðurkenna að það crap í líkingu við hvernig los Hans býr það til!
í dag er það sushi með frakka og aríahittingur eflaust líka.
Athugasemdir
Það er nú ágætt að heyra að fólk kunni að drekka þarna! Alltaf gamana að geta skellt sér útá lífið í góðum hópi :)
Íris (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 01:21
Hljómar vel, hlakka til að heyra meir!
Svo er spurning hvort verði pláss fyrir mann á sófanum hjá þér næsta sumar?
ragnhildur (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.