Þannig fólk

Ég þoli ekki teacherspet; það mætti jafnvel segja að ég hata þannig fólk smá. Heima er maður álitinn kennarasleikja við að sitja fremst. Hérna verður maður að sitja framarlega til þess að heyra það sem kennarinn er að segja. Þannig að það sem þessar (vegna þess að í meirihluta eru þetta stelpur) stúkur gera er að hlægja að endursögðum bröndurum eða bara að hverju sem er á að vera sniðugt. Rétta upp hönd og spyrja um mögulegustu hluti og eitthvað crap sem hefur ekkert að gera með það sem er í gangi. Ein gekk fram af mér í gær í biomath (sem er EKKI skemmtilegt): réttir upp hönd og spyr og eitthvað, kennarinn byrjar að babla eitthvað útí loftið og að ef hún skildi ungversku (sem hún gerir) þá geti hún tekið valkúrs í forritun og þannig myndi hún fatta merkin í hinu þessu og betur. Og þarna sat stelpuasninn og kinkaði kolli eins og hún lifandi gat og klikkti svo út með þegar hún spurði hvar í þessi kúrs væri.......Allan tímann sat ég og horfði á hana og sá að hún hafði ekki minnstan áhuga á því sem vesalings maðurinn var að tala um og umsvifalaust sá ég fyrir mér að ég gæti alveg sparkað í sköflunginn á henni án þess að fá mikið samviskubit. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhhhhhhhhhhhh svona týpur fara svo óendanlega í taugarnar á mér að ég fæ alveg pirring við bara að lesa þetta!

katrín (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 16:17

2 Smámynd: Örlygur Axelsson

Þetta er snjallt hjá stúlkunum. Þær vita sem er að sleikjugangur og heimatilbúinn feikaður áhugi á námsefninu og kennaranum sem persónu  virkar. Kennarinn upplifir sig klárari og kynþokkafyllri en hann í raun er. Það  leiðir til hærri einkunna og meiri sveigjanleika gagnvart þeim nemendum sem eiga í hlut. Þetta er margsannað. Kennarar eru (eins og allflestir) upp til hópa veikgeðja og því hagur nemendans að sjá við honum á sálrænan hátt - jafnvel þótt persónuleg ímynd geti beðið hnekki.

Örlygur Axelsson, 6.9.2007 kl. 20:32

3 identicon

haha ég þekki þetta, 70% af stelpunum í hjúkrun eru svona :)

ragnhildur (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband