Prufukeyrsla

Í dag ætla ég að prufukeyra hjólið mitt. Ég veit hvar ég get keypt óbrjótandi lás en ég enn eftir að finna mér glæsilegan hjálm. Planið er að spreyja hjólið bleikt og ég þyrfti helst að fjárfesta í körfu og framljósi. Það verður hressandi að geta hjólað í skólann því ég hætti mér ekki uppí þessa strætóa og tramdót ef ske kynni að ég myndi villast. Aftur á móti fór ég ein í metróið um daginn og fannst ég hafa unnið mikinn sigur. Ég og fóbían erum að fjarlægjast hvor aðra; eins og er hætti ég mér bara á þá leið sem ég þekki. 

Ég læt vita seinna hvernig gekk að hjóla heim. Þannig er mál með vexti að hér keyrir fólk eins og ætlunin sé að drepa þann sem fyrir verður. Vona að þeir sjái hvað ég er sæt og bremsa áður en kastast af hjólinu. Ég er búin að kastast af klár í ár; læt það nægja þangað til kannski næsta ár. 

Ég bíð eftir pósti með fréttum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja, Erik og Birkir

hæhæ! Gott að sjá að þú ætlar að halda úti bloggi -það er nauðsynlegt þegar fólk er í útlöndum! sérstaklega svona spennandi útlöndum -pant fá að vera á sófanum þínum með Röggu næsta sumar!

Kristín María var í Búdapest um daginn og talaði mikið um hönd af stofnanda ungverska ríkisins sem geymd er í einhverri kirkju þarna... Víst ákveðin upplifun að sjá brúna kreppta hönd af manni frá því fyrir fimmhundruð árum -hún er í kassa sem er alveg dimmur þangað til þú setur pening í til að fá ljós :) Svo er fólk í kring að biðja til handarinnar!

Gangi þér rosalega vel og passaðu þig á bílunum!

Bylgja, Erik og Birkir, 10.9.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Örlygur Axelsson

Þú færð fréttaskeyti á morgun.

Örlygur Axelsson, 10.9.2007 kl. 18:33

3 identicon

Stundum nennir maður bara ekki að blogga! Þannig hafa mínir dagar verið undanfarið! Annars er ég að velta því fyrir mér hvort að það væri ekki viðeigandi að hafa hjálminn bleikann líka?? Held að það myndi lúkka rosa vel! Held að þessir ungverjar myndu líka fíla það í tætlur :) Miðað við það sem maður hefur heyrt.... Eiga víst að vera voðalega smekkvíst fólk. Með mikið vit á hárlitum og augnskuggum. Annars kemur uppdate fljótt, jafnvel á morgun :)

Íris (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband