13.9.2007 | 05:36
Punktar
Þar sem ég er alltaf að gera punkta og skrifa eitthvað í skólanum ákvað að ég að í dag væri góður dagur til að gera eitthvað álíka í blogginu!
- Ég var ægilega glöð þegar ég komst að því að rúmið mitt er stórt og mjúkt og þægilegt. Keypti á það tvo nýja kodda en fattaði svo að ég á ekki nóg og mörg koddaver.
- Ikea er ekki staður sem ég myndi vilja vinna á. Maður þarf að ferðast töluverða vegalengd til að komast út. Slæmt fyrir fólk sem hatar búðir.
- Hér dugar ekki að brosa framan í afgreiðslufólk; sjaldnast er brosið endurgoldið og satt best að segja held ég að fólk haldi að ég sé eitthvað eftir á; alltaf með eitthvað kjánabros.
- Lásinn sem ég keypti á hjólið er kjánaleg stór; ca. þrjú kíló og í hvert skipti sem ég nota hann þarf ég að nota vöðvana. Skilst að þetta sé lás á mótórhjól.
- Þegar ég sé hjólabúð (hvar sem þær eru) þá ætla ég að kaupa lás og kúl hjálm, væri ömurlegt að láta keyra á sig og verða grænmeti.....það væru peningar í vaskinn.
- Ég er alltaf of snemma í því. Mæti undantekningarlaust of snemma. Tímaskynið mitt er ekki alveg í lagi. En það betra að vera of snemma í því en seinn. Versta martröðin er að koma of seint í tíma og detta og vera með atriði.
- Það er ekki rigning hér eins og heima......samt sem áður næ ég alltaf að klúðra klæðaburðinum og er þar með alltaf annað hvort of heitt eða of kalt.
- Ég þarf ekki að nota hárnæringu með þetta vatn. Hárið á mér er mjúkt hvort eð er. Aftur á móti tekst mér ekki að finna gott sjampó.
- Ég er komin með æði fyrir pestó.....verst að ég kann ekkert að elda.
- Bað Ómar um að senda mér einn af kínverjunum sem hann býr með til að búa til mat handa mér....fordómar; ég meinta það ekki þannig.
- Það er bar innan skólalóðarinnar; minnir til helst á Sirkus nema reykurinn er helmingi meiri en á góðu laugardagskvöldi og gott ef ég fauk ekki heim síðast.
- Varðandi reykingar; hér reykja allir og þá meina ég allir. Ég hef aldrei tuggið eins gríðarlega og ég geri hér.
- Ég þarf að fara í matvörubúð....ég hata matvörubúðir og enda alltaf á því að kaupa eitthvað algerlega óþarft. Á morgunn ætla ég að búa til lista áður en ég fer þannig ég endi ekki með körfu fulla af ógeðslegum núðlum.
- Gott ef ég fari ekki að koma mér af stað.....jafnvel þó ég eigi ekki að mæta fyrr en eftir 45 mín. Hugsa að ég fái mér kók áður en tíminn byrjar.
- Einhver sagði að kókið hér væri hugsanlega crap....kemur í ljós að það er alls ekki slæmt. Það er vatnið ekki heldur!
Later aligator
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.