Sorgardagur

Á tridjudaginn haetti tölvan mín ad anda. Ég reyndi allt sem í mínu valdi stód til ad lífga hana vid en allt kom fyrir ekki; í stad undurfagurs suds var komid ógedfellt klikk. Ég lét einn af torpslaeknunum líta á hana og hann sagdi mér ad hardi diskurinn vaeri í einhverju lamasessi. Ég fór til ad fá annad álit og tad sama var upp á pallbordinu. Í fjóra daga hef ég verid án besta vinar míns og mikil sorg hefur ríkt í tridja herberginu á Csengery utca 57...tad er bara ekki eins án hennar. 

Ég held ad endalokin séu ad nálgast fyrir tölvuna mína. Í sex ár hefur hún tjónad mér afskaplega vel og aldrei ordid alvarlega veik. Ef töfralaeknirinn í Búdahlídunum getur lengt aevi hennar um tvo mánudi verd ég takklát en eftir tvo mánudi mun ég fá mér nyjan besta vin sem á myndavél. Teir sem vilja minnast tölvunnar minnar er vinsamlegast bent á ad hafa samband vid módur mína í Stangarholti 24 og hún mun gefa upp reikningsnr. Útförin mun fara fram, vonandi ekki fyrr en eftir tvo mánudi, med powerpointsjóvi sem verdur varpad af nyja vininum; tessum sem á myndavél.

Helgin framundan sem mun ad öllum líkindum fara í saelgaetisát og laererí fyrir tetta stóralvarlega 18 mínútna próf. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj en leiðinlegt - við áttum nú góðar stundir með despó á bergstaðastrætinu! Tala nú ekki um alla músíkina sem hefur ómað svo undurþýtt undir víndrykkju, spjalli og einstaka dillandi rössum.  Vona að hún fái smá framlengingu svo maður heyri nú í þér næstu mánuðina !

Hvernig  gekk í prófinu ?? 

Anna (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband