Afsakið slugsaskapinn

Ég hef verið með hausinn á kafi í hauskúpum, lífrænni stærðfræði (sem er það vitlausasta sem ég veit um) og lífinu almennt. Og þegar þannig stendur á þá myndast stífla í heilanum sem veldur því að erfitt er að skrifa skemmtilegar færslur. Þannig ef til vill væri ráðlegt að hætta að lesa hér og snúa sér að mogganum nú já eða Séð og heyrt.

Ég er að fara í tvö próf á morgunn; anatómíu og stærðfræði. Anatómían er að sjálfsögðu á ókristilegum tíma og varir í 18 mínútur og stærðfræðin beint á eftir og varir í 90 mínútur. Síðasta anatómíupróf gekk ágætlega þó ég hafi ekki verið ánægð með útkomuna...að sjálfsögðu kvartaði ég og kveinaði í Kötlu og flatmates sem sögðu mér að halda kjafti og vera ánægð. Eftir að hafa heyrt hver meðaleinkuninn var ákvað ég að vera semiánægð með árangurinn. Hef grun um að ég eigi ekki eftir að ná eins árangri á morgunn þar sem það eru tveir hlutir sem sitja í heilanum en það ætla ég að vona að ég fái ekki núll eins og 40 og eitthvað prósent fengu á fyrsta prófinu!

Buffy flutti inní dag og verður hér í ca. viku. Þannig ég hugsa að kvöldin mín fari í göngutúra og henda dóti hingað og þangað til að þreyta dýrið fyrir svefninn. Áðan pissaði hún á mottuna fyrir utan hurðina þar sem gamla konan á heima. Ég vona að sú gamla sé með lélega sjón og ónýtt lyktarskyn; annars á ég vona á skotárás á ungversku.

Ég fékk óeðlilega löngun á föstudaginn að labba niður Laugarveginn. Hugsanlega vegna þess að ég var að hlusta á Walk on the wild side með Lou Reed. Ekki að það sé wild walk að labba niður Laugarveginn. Ef ég gæti labbað niður Laugarveginn myndi ég eflaust koma við á Mánagötu til að skoða litla barnið sem vippaði sér í heiminn fyrir ca. þremur vikum. Svo myndi ég koma við á te og kaffi á og fá mér góðan kaffibolla, fara til Hansel og Katie; hlusta á heimi og drekka viskí og síðast en ekki síst dansa villtan trylltan dans á kúnni með samkynhneigða fólkinu. Koma við á devítos, setja of mikinn chilli á pizzuna og labba svo heim með eldglæður útum munnvikin.  Hugsanlega myndi ég rabba við múttu og jafnvel klappa hundunum mínum.....nei annars; pottþétt.

 En ekki hafa áhyggjur að ég sé að drepast úr heimþrá. Það er ekki tími til þess; reyndar hef ég ekkert tíma til að vera að skrifa færslur heldur. Og þar með ætla ég að kíkja á anatómíuna og jafnvel gæla dulítið við stærðfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

lífræn stærðfræði?

rosalega er annars spes að hafa próf í átján mínútur.. ég held þú eigir eftir að standa þig eins og hetja!

þú værir SVO velkomin í heimsókn til okkar hansel

hver er buffY??? 

katrín (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband