19.10.2007 | 17:35
Nýtt feivorít
Jibbí kóla er nýja uppáhalds seyið mitt. Alltaf þegar eitthvað gott gerist þá segi ég eða hugsa "Jibbí kóla". Ég festist í bakinu í gær og eins og hver maður getur ímyndað sér var jibbí kóla það síðasta sem kom upp í hugann á mér. Í dag er ég betri en það er einhver bölvaður og ansans seiðingur í mjóbakinu á mér. Þar af leiðandi sit ég með glas af 400 forinta (133 kr) rauðvíninu sem ég keypti í gær og svei mér þá....það bragðast alveg hreint ágætlega.
Helgin framundan er löng. Það er frí á mánudag og þriðjudag og þar með virðist sem Búdapest sé að fyllast af íslendingum. Tvær frænkur verða hér yfir helgina, einhver fjöldi af íslendingum frá læknisfræðinni í Debercent. Ég býst því fastlega við að kjafta á ástkæra ylhýra yfir helgina.....og ætla að byrja að kjafta í kvöld þegar ég hitti frænku og Kötlu. Annars er ansi gaman að því hvaðan fólk giskar á að ég sé ef það dæmir útfrá hreimnum; ég hef fengið Grikkland, Pakistan og ýmislegt fleira og þegar ég segi fólki að ég sé reyndar frá Íslandi þá tekur það andköf og segir "But you have totally a greek accent".....hef aldrei komið til Grikklands.
Ég býð reyndar spenntust eftir heimsókn frá feitu töntunum frá Íslandi (þær eru reyndar ekki feitar en það er svo skemmtilegt að segja feitar töntur). Fyndnast er að kalla þær töntur....töntur eru tvær feitar kellingar með muffins í viskustykki, rósóttan klút um hausinn, rauðar kinnar og dökkblátt eða grænt pils og svo hvít svunta. Gaman væri að sjá íslensku tönturnar (yfirmenn mína) í þessari múnderingu.
Yfir og út, ég sé að ég þarf að fara að koma mér í dinner. Eins gott að dúða sig...það er skítkalt úti. Býst við að ég fari í jakkanum sem ég elska en menn (allavega einn) álíta mig vera litla búttaða buddu ef ég er í honum. Þeir taki það til sín sem það eiga......
Og......mér finnst ægilega gaman að fá comment. Síðasta færlsa innihélt eitt komment; takk Katrín!
Athugasemdir
kvittkvitt
Ég kíki stundum hingað inn til að gá hvort að allt gangi ekki vel :) vertu dugleg að læra skvís og hafðu það gott :)
Kv.Ásdís Dagmar gerplustelpa ;)
Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 19:22
gott að það er orðið kalt þá geturu nefnilega notað fínu gríflurnar sem ég gaf þér. annars saknaði ég þín ógurlega á tónleikum í gær.
hans orri (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 14:37
Hans, ég nota gríflurnar á hverjum degi og hef notað þær nánast síðan ég kom! Mér finnst ég svalari þegar ég er með grifflurnar!
annars fór ég dansitónahátíð í gær. Ekki nærri eins gaman eins og þegar þú ert þar.
inam (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 12:09
það getur verið að reikningurinn í ruslpóstvörninni sé að vefjast fyrir fólki.. ég er nottla með master og get þess vegna alltaf kommentað!
katrín (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.