26.10.2007 | 21:46
Krap in a bag
Ég á ægilega erfitt með að þola að það sé alltaf nauðsyn að setja fyrirsögn fyrir hverja færslu. Þetta minnir mig á "gamla dag" þegar ritgerðinni var lokið og svo var næsta task að finna viðeigandi fyrirsögn. Svo skilst mér að fólk þurfi að framkvæma allskyns útreikninga til að geta kommentað á færslur....það er kjánalegt. Hugsanleg ástæða: Fólkinu á blog.is finnst íslendingar slappir í stærðfræði og hafa þar með ákveðið að taka málið í sínar hendur.
Þjóðverjarnir sem búa tveimur hæðum fyrir neðan mig eru með partý. Músíkin er há en skvaldrið er jafnvel hærra og það er á þýsku. Í rauninni er þetta eins og að vera staddur í miðju mávageri.....mann langar að komast sem fyrst í burtu eða allavega fjárfesa í eyrnatöppum. Ég vorkenni þjóðverjum að eiga svona ófallegt tungumál (engir fordómar í þessu). Það eru nokkrir af þessum þjóðflokki með mér í bekk og þau virðast öll heldur óáhugaverð....ég vissi nafnið á einum og hann er farinn aftur til Þýskalands til að læra þar. Ástæðan fyrir að ég vissi nafnið hans var því hann var sætur og ef mér fannst hreimur óvervelming þá setti ég hann á mute og horfði í staðinn.
Ég er að fara í próf á mánudag og þriðjudag. Anna er að koma á morgunn þannig ég ætla snemma í háttinn, vakna snemma og nota daginn í að rýna í bækur. Það virðist vera sem ég sé stærðfræðifötluð...reyndar gekk mér vel á stærðfræðiprófinu en nú er biophysic að nálgast og þetta er hin mesta vitleysa. Til hvers þarf ég að vita radíus á bolta sem dettur úr 18 metra hæð á hraða 6 metra á sekúndu til að verða dýralæknir; ég hafði hugsað mér að reyna að lækna dýrin ekki henda þeim fram af húsum eða láta þau sökkva í kvikasilfri og svo reikna hraðann eða massann útfrá því. Svo er kennarinn líka hálfgerðum þrolli...allir útreikningar eru vitlausir hjá honum og hann "óar" hægri vinstri eins og madman. Nenni ekki að skrifa um hann, það fær hárin til að rísa!
Hlakka til að koma heim og skoða Kút Írisar og Traustason og knúsa hundana mína. Ég ætla að fá mér hund eftir jól.....ég get ekki án þeirra verið. Það er líka hressandi að fara í göngutúr á kvöldin áður en laggst er til hvílu. Talandi um það....ég held það sé kominn tími til að svífa í draumalandið.
Góða nótt!
Athugasemdir
Hæ sæta mín! Hlökkum óskaplega mikið til að fá þig heim aftur!! Vona annars að þið stöllur skemmtið ykkur vel saman og viti menn... Ég verð með ykkur í anda:) Love you
Íris (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 19:12
hey sæta. ég hef mikla trú a þér í stærðfræðimassinu. þú ert auðvitað svo mikil keppnismanneskja. annars var ég í mat hjá ólu og pabba á föstudaginn og fór svo með ólu í vitjun upp á dýró. þar aðstoðaði ég ólu í að taka röntgen a nýju græjuna og sjúkdómsgreindi eins og ég ætti lífið að leysa. ég sá auðvitað strax að tíkin væri úr lið en óla vildi taka röntgen til að vera viss (rukka inn á nýju græjuna). hún var heldur ekki viss en auðvitað var þetta sýnilegt á röntgenmyndinni. svo ég kippti tíkinni í lið meðan óla róaði kúnnann. óla hafði á orði að hún hefði aldrei haft jafn færan og þægilegan aðstoðarmann. erfitt fyrir hana að rukka..... nýja vélin er annars mögnuð. engir vökvar og myndin á tölvuskjá á innan við 2 mínútum. hægt að lýsa og dekkja eftir þörfum. ég sá td strax að það ætti eftir að vera vesen á þessari tík því hún var með svo grunna mjaðmaliði. ég ráðlagði að tíkin fengi liðamín (óla var a klóinu á meðan). eigandinn var svo ánægður með mig að hann fékk gemsanúmerið mitt og ætlar að koma til mín prívat í endurkomu! heldur að ég sé þessi líka svakalegi ortopetíski sérfræðingur (var að læra þetta orð) og ekki bara það heldur hundaþjálfari, kann svo mikið í uppeldi og tíkin óþekk. annars hafðu það gott sæta. við ola hugsum um þig, sáum sjúbó hressann í fjallinu, hann þekkti okkur og starði í spurn - hvar er stelpan mín................................
hans (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 21:50
Heitir sonur Trausta og Írísar Kútur eða Knútur? Falleg nöfn bæði. Verð þó að viðurkenna að ég hafði innst inni vonað að Örlygs nafnið yrði ofan á eins og stóð til.
Örlygur Axelsson, 29.10.2007 kl. 20:14
hahaha... Finnst þetta endalaust fyndið:) En til að fyrirbyggja allan misskilning þá er litli kallinn okkar en nafnlaus. Kútur er bara það sem við köllum hann:) Það fer nú að styttast í nafn þar sem foreldranir hafa sett sér deadline en það mun vera 13 nóvember.
Íris (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 01:10
Bíddu gleymdiru ekki að minnast á Ragnheiði. Ég hélt að þú hlakkaðir líka til að sjá hana:) Var að muna eftir því að senda þér myndir. Sendi eftir smá, knús til þín
Sólveig (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 11:34
Hey jess, hvenær kemuru heim?!!
ég gat kommentað af því sem betur fer lenti ég á léttu stærðfræðidæmi, summan af tíu og tuttugu...maður er ennþá sleipur í 10 sinnum töflunni :)
Ragnhildur Bjarnadottir (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 15:46
Hæ
Við hérna á Fróni erum að bíða spennt eftir uppfærslu á síðuna þína. Hvernig væri að fara skrifa eitthvað krassandi og skemmtilegt? Annars þá dreymdi mig þig í nótt. Þú varst að koma heim frá Ungverjalandi með nýja kærastann sem var einhver íshokkístjarna. Eitthvað bull bara. Kannski fyrirboði. Hver veit?
Allavega, 101 Rvk. saknar þín rosalega. Veitingamenn bæjarins gerðu ekki ráð fyrir því í fjárhagsætlun haustsins að þú yrðir í burtu svona lengi. Ofpöntuðu víst GT. Sitja uppi með mega birgðir sem þurfa að klárast fyrir áramót. Hvað á ég að segja þeim?
Trausti (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.